Gerast endursöluaðili
Club Mate er ekki venjulegur drykkur og því veljum við vel okkar samstarfsaðila. Ef þú vilt bjóða upp á Club Mate á veitingastaðnum þínum, barnum eða í versluninni þinni - fylltu þá endilega út formið hér að neðan og við verðum í sambandi.
Hafa samband
Söluaðilar
-
Melabúðin
Melabúðin var fyrst til að taka Club Mate í sölu á Íslandi í febrúar 2021.
-
Hagkaup
Hagkaup hefur verið með okkur síðan árið 2021
-
Krónan
Krónan bættist í hópinn snemma á árinu 2023.
-
Prikið
Sumir ganga svo langt að segja að Prikið sé heimili Club Mate á Íslandi. Prikið hefur verið með okkur frá upphafi.
-
Kaffibarinn
Þú þarft ekki að þekkja dyravörðinn til að fá Club Mate. Bara vera hress.
-
Vínstúkan 10 sopar
Nú getur þú loksins fengið þér ískalda Club Mate með náttúruvíninu eða forréttinum hjá 10 Sopum.
-
Bíó Paradís
Ekkert betra en ískalt Club Mate og klassísk bíómynd. Bíó Paradís bættist í hópinn árið 2022.
-
Röntgen
Því hefur verið fleygt fram að það væri hreinlega rangt ef Röntgen væri ekki að bjóða viðskiptavinum sínum Club Mate.